föstudagur, mars 23, 2007

Vegvísir
Mummi (skyldi það vera minn gamli bekkjarbróðir?) kommentar á síðustu færslu, og segist bjóða mig velkomna aftur þegar næsta færsla komi. Þetta er þá næsta færsla, aðallega ætluð til þess að tilkynna flutning. Ég á nú heima á blogg.visir.is/svanhildur - ég veit, ótrúlega eitthvað níutíuogeitthvað að vera með skástriksurl, en svona er þetta bara.

Ég á sem sagt blogg á Vísisvefnum, en þar sem það birtist reglulega á forsíðu vefjarins, er það öllu flatara og meira óspennandi en gamla Ljósvakalæðan. Í það minnsta vona ég að þessi forsíðubirting sé ástæðan, en ekki að ég sé orðin svona flöt og óspennandi...

 
eXTReMe Tracker
eXTReMe Tracker